keyboard_arrow_left
See all news
Recent News
15 Sep, 2017
keyboard_arrow_left
See all news
"Týndi hlekkurinn" verðlaunaður
íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir áhugaverðustu nýjung á sjávarútvegssýninguni hlaut að þessu sinni norska fyrirtækið Fiskevegn AS fyrir VestTek-beitingarvélina.
Trond-Inge Kvernevik, framkvæmdastjóri Fiskevegn AS, kveðst hæstánægður með að vélin hafi hlotið þessa viðurkenningu á IceFish 2017. „Og ég verð að segja að IceFish er sérstaklega mikilvægt í því samhengi, í ljósi þess hvað er löng hefð fyrir línuveiðum á íslandi.”
VestTek hefur verið þrautreynt um borð í tveimur skipum og verður reynt á tveimur til viðbótar áður en yfir lýkur. Forsvarsmenn Fiskevegn telja að þessi nýjasta útgáfa vélarinnar muni ennfremur laða fleiri til veiða en fyrr þar sem hún gerir veiðarnar mun auðveldari en áður
VestTek hefur nú þegar vakið mikla athygli í faginu og pantanir byrjaðar að detta inn; reiknað er með að vélin komi á markaðinn á fyrri hluta árs 2018.