en
keyboard_arrow_left See all news

Recent News

18 Nov, 2021 /
Icefish
Looking into aquaculture’s crystal ball
It’s a big ask to request a prediction of the future, but in the Blue Economy discussi...
17 Nov, 2021 /
Icefish
Capelin boom
Capelin is booming in Iceland, but marketing and climate change remain challenges.
17 Nov, 2021 /
Icefish
No such thing as fish waste – everything has a use
Part of IceFish Connect, the Fish Waste for Profit Product Utilisation session brought t...
17 Nov, 2021 /
Grimsby Fish Market
Grimsby Fish Market Launches Buying App
Grimsby Fish Market is embracing digital technologies with the introduction of a new Buy...
16 Nov, 2021 /
Icefish
Tub manufacturer faces challenges and opportunities
Sæplast has been producing a range of tubs, boxes and other products in Dalvík and was...
20 Jan, 2021
keyboard_arrow_left See all news

Toghlerar úr endurunnu plasti

Polar toghlerar tekur nú hliðarskref frá hefðbundnum stálhlerum og framleiðir hlera úr endurunnu plasti fyrir bæði uppsjávarveiðar og botnfiskveiðar.

Hönnunin er tilbúin og brátt er von á fyrstu Plútó-hlerunum, og haldið er í þá hefð að notast við nöfn úr goðsögum.

„Fyrstu hlerarnir fara á bátinn Andvara VE-100 í Vestmannaeyjum, en það er aðeins 12 metra langur bátur, einn af þeim allra minnstu á íslandi sem er á togveiðum. Hafþór Halldórsson skipstjóri hefur notað gamaldags Vee-hlera en fær núna bráðlega tvo 0,8 fermetra Neptúnus-hlera frá okkur og síðan fær hann fyrstu Plútó plasthlerana. þá fáum við raunverulegt tækifæri til að gera samanburð,“ segir Atli Már Jósafatsson hjá Polar toghlerum.

Hann segir Plútó-hlerana alfarið gerða úr plasti, sem býður upp á ýmsa hönnunarmöguleika sem ekki koma til greina þegar hlerarnir eru úr stáli. Plútó-hlerarnir eru gerðir með festingum og tengingum úr stáli en ekki þarf innri stálgrind. þetta byggingarform er hentugt fyrir hlera sem eru allt að tveir fermetrar að stærð.

„þetta þýðir að bátar sem eru allt að 20 metra langir geta notað þessa hlera, og það eru þúsundir lítilla togara víða um heim sem falla undir þennan stærðarflokk. Við erum nú þegar farin að sjá áhuga frá Bretlandi og Spáni, sérstaklega – og Seafish hefur mikinn áhuga á að skoða hvað hægt er að gera með þessum hlerum.“

Hann bætti því við að Polar toghlerar hafi byggt upp sterka stöðu í Katalóníu þar sem flotinn hefur tekið vel á móti Júpíter-flothlerum fyrirtækisins, auk þess sem mikill áhugi er á Plútó-hlerunum.

„Áhuginn þar er eingöngu á hlerum fyrir uppsjávarveiðar. þeir hafa séð að togbúnaðurinn getur opnast vel án þess að hlerarnir þurfi að snerta botninn, og þeir vilja aðeins flothlera,“ segir hann.

„Fiskiskipin þar eiga samkvæmt lögum að koma með öll ónýt veiðarfæri í land til úrvinnslu. Við tökum þátt í verkefni um hringrásarhagkerfi í Katalóníu og reiknum með að framleiða þessa hlera á Spáni, auk íslands og á öðrum stöðum.“

Polar toghlerar hefur lengi tekið þátt í íslensku sjávarútvegssýningunni og unnið þar til verðlauna.

„þetta er mikilvæg sýning fyrir okkur, og við hlökkum til þess að sýna nýjustu nýjungar fyrirtækisins á IceFish 2021, þar á meðal Plútó-toghlera úr endurunnu plasti.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á íslandi: Birgir þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Processing. Please wait.
Loading...