keyboard_arrow_left
See all news
Recent News
28 Sep, 2010
keyboard_arrow_left
See all news
Reykjavík - nyrðsta höfuðborgin
í Reykjavík er gnægð hótela, hágæða veitingastaða, næturklúbba, leikhúsa og annarrar dægrastyttingar og því er borgin einmitt rétti staðurinn fyrir sýninguna.
Reykjavík er nyrsta höfuðborg heims og þar er mikið framboð af spennandi afþreyingu og forvitnilegum stöðum af öllu tagi. Reykjavík er hrein, ómenguð og fjörleg, einmitt rétti staaðurinn fyrir afslappandi en þó hressandi frí. þar er að finna úrvals veitingastaði, fyrsta flokks matreiðslu, einstaka menningu, fjörugt næturlíf og spennandi dægrastyttingu innan seilingar því Reykjavíkursvæðið er gnægtabrunnur með sína 200.000 íbúa eða 60% þjóðarinnar. Gistimöguleikar eru margir og fjölbreyttir, allt frá litlum gistiheimilum til gæðahótela. þar má líka finna fjölmörg veitingahús og/eða kaffihús og næturlífið er ávallt fjörugt, ekki síst um helgar.