en
keyboard_arrow_left See all news

Recent News

18 Nov, 2021 /
Icefish
Looking into aquaculture’s crystal ball
It’s a big ask to request a prediction of the future, but in the Blue Economy discussi...
17 Nov, 2021 /
Icefish
Capelin boom
Capelin is booming in Iceland, but marketing and climate change remain challenges.
17 Nov, 2021 /
Icefish
No such thing as fish waste – everything has a use
Part of IceFish Connect, the Fish Waste for Profit Product Utilisation session brought t...
17 Nov, 2021 /
Grimsby Fish Market
Grimsby Fish Market Launches Buying App
Grimsby Fish Market is embracing digital technologies with the introduction of a new Buy...
16 Nov, 2021 /
Icefish
Tub manufacturer faces challenges and opportunities
Sæplast has been producing a range of tubs, boxes and other products in Dalvík and was...
20 Jan, 2021
keyboard_arrow_left See all news

Próteinverksmiðja Héðins verður stjarna sýningarinnar

Flestar fiskimjölsverksmiðjur á íslandi hafa notið góðs af sérþekkingu Próteinverksmiðju Héðins (HPP), sem býr yfir mikilli reynslu við að útvega og þjónusta búnað til framleiðslu á mjöli og lýsi bæði á landi og um borð í fiskiskipum.

Verkfræðingarnir hjá Héðni hafa verið frumkvöðlar í nýrri nálgun við þróun Próteinverksmiðju Héðins (Hedinn Protein Plant), þar sem saman fara einföld tækjastjórnun og afar lofandi niðurstaða hvað varðar orkunýtingu, mannafla sem þarf til að stýra búnaðinum,  fyrirferð búnaðarins og framúrskarandi vörugæði.

„Fyrsta HPP-kerfið var sett upp um borð í Sólbergi ÓF-1, togara Ramma, sem hóf veiðar árið 2017,“ segir Ragnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Héðins.

Verksmiðjutogararnir Ilivileq, Berlin, Kirkella og Emeraude, allir smíðaðir á síðustu árum, eru einnig með HPP-kerfi um borð, og síðan er búnaður í notkun á landi við vinnslu á afskurði af lögum í Færeyjum allt yfir í vinnslu á skelfiskúrgangi í Bandaríkjunum. Nú hefur Héðinn einnig selt HPP-kerfi til norsku fiskvinnslunnar Grøndvedt Nutri, þar sem framleiðslan er nýfarin af stað.

„þessi uppsetning er klárlega viðurkenning fyrir Héðin,“ segir hann.

Fyrir utan eigin verkfræðigetu hefur Héðinn lengi átt í samstarfi við Kongsberg Maritime sem fulltrúi þess fyrirtækis á íslandi, allt frá því það gekk undir nafninu Rolls Royce. Héðinn hefur verið með umboð fyrir allt það sem Kongsberg hefur upp á að bjóða, allt frá skipahönnun yfir í vindur og ýmis konar skipaþjónustu.

Héðinn hefur einnig tekið þátt í íslensku sjávarútvegssýningunni IceFish frá upphafi, og stefnir á að auka viðveru sína þetta árið.

„þessi sýning hefur alltaf reynst okkur vel,“ segir Ragnar Sverrisson.

„HPP-kerfin okkar til framleiðslu á mjöli og lýsi hafa farið í gegnum langt prófunar- og matsferli, og nú ætlum við að sýna þau á íslensku sjávarútvegssýningunni með stærri bás en nokkru sinni. Við stefnum á að verða stjarna sýningarinnar árið 2021,“ segir hann.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á íslandi: Birgir þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Processing. Please wait.
Loading...