Recent News
íslenska sjávarútvegssýningin - hvað er nýtt 2017?
Svæði fyrir smáfyrirtæki
þar verður hægt að kynna sér ný og efnileg fyrirtæki og smáfyrirtæki á öllum sviðum sjávarútvegs. þar verða í boði tilbúnir sýningarbásar á hagstæðu verði fyrir nýja sýnendur og minni fyrirtæki þannig að þau geti kynnt sér þá tengslamöguleika sem á sjávarútvegssýningin hefur upp á að jóða.
Námssjóður Icefish
Skipuleggjendur lögðu fram fjármagn árið 2014 til þess að gefa dugandi mönnum úr áhöfn fiskiskipa tækifæri til þess að afla sér frekari menntunar. Á þessu ári verður stofnuð nefnd með fulltrúum helstu samtaka í íslenskum sjávarútvegi til þess að ákveða þau viðmið sem gilda eiga um val á styrkþegum. Valdir verða tveir styrkþegar sem hvor um sig fær eina milljón króna til þess að afla sér frekari menntunar. Nánari upplýsingar um verkefnið verða kynntar í sumar.
World Seafood Congress
Heimsráðstefnan um sjávarfang (World Seafood Congress - WSC) verður haldin í fyrsta sinn á íslandi á sama tíma og íslenska sjávarútvegssýningin 2017. þessi mikilvæga ráðstefna hefur verið haldin annað hvert ár í Washington DC í Bandaríkjunum, St. Johns í Kanada og nú síðast í Grimsby á Bretlandi og búist er við um 500 erlendum gestum sem einnig munu sækja íslensku sjávarútvegssýninguna á fyrsta degi, miðvikudeginum 13. september 2017.
Sjávarútvegurinn er ein af mikilvægustu stoðum íslensks efnahagslífs, bæði sem uppspretta næringar fyrir þjóðina og umtalsverður hluti af útflutningi frá íslandi. Starfsgreinin gegnir einnig mikilvægu hlutverki í menningu og arfleifð íslendinga. Árið 2014 störfuðu um 10.500 manns beint við sjávarútveg en það er aukning um 8,2% frá árinu 2012.
íslenska sjávarútvegssýningin hefur verið hluti af þessar velgengni allt frá árinu 1984. þar hefur í rúma þrjá áratugi verið fjallað um allar hliðar sjávarútvegsins, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum. Undirbúningur 12. sjávarútvegssýningarinnar er vel á veg kominn og haldnir hafa verið á íslandi fundir skipuleggjenda, Mercator Media og ráðgjafanefndar þar sem sæti eiga fulltrúar sýnenda og opinberra yfirvalda.
Fyrirtæki og sýnendur sem hyggjast vera með en hafa ekki þegar bókað sér sýningarbás að nýju fyrir 2017 ættu að hafa samband við Marianne Rasmussen-Coulling, annað hvort í netfang eða síma: icefish@icefish.is eða +44 1329 825335
Fylgist með íslensku sjávarútvegssýningunni á Twitter! Veljið um @icefishevent á ensku eða @IcefishE á íslensku.