en
keyboard_arrow_left See all news

Recent News

18 Nov, 2021 /
Icefish
Looking into aquaculture’s crystal ball
It’s a big ask to request a prediction of the future, but in the Blue Economy discussi...
17 Nov, 2021 /
Icefish
Capelin boom
Capelin is booming in Iceland, but marketing and climate change remain challenges.
17 Nov, 2021 /
Icefish
No such thing as fish waste – everything has a use
Part of IceFish Connect, the Fish Waste for Profit Product Utilisation session brought t...
17 Nov, 2021 /
Grimsby Fish Market
Grimsby Fish Market Launches Buying App
Grimsby Fish Market is embracing digital technologies with the introduction of a new Buy...
16 Nov, 2021 /
Icefish
Tub manufacturer faces challenges and opportunities
Sæplast has been producing a range of tubs, boxes and other products in Dalvík and was...
12 Feb, 2020
keyboard_arrow_left See all news

Gæði og sveigjanleiki

Fjölskyldufyrirtækið Gondán Shipbuilders í Asturias á norðanverðum Spáni er skipasmíðastöð sem hefur getið sér einstakt orð fyrir að geta smíðað allar tegundir skipa og er þekkt fyrir góðan árangur í smíði flókinna fiskveiðiskipa.

Skipasmíðastöðin býr að meira en 90 ára reynslu og getur smíðað bæði úr stáli og trefjum. Gondán hefur aflar sér virðingar fyrir smíði háþróaðra báta og fyrir að vera með nægan sveigjanleika til að gera breytingar meðan á smíðinni stendur til að mæta kröfum viðskiptavina, ásamt því að standast ströngustu gæðastaðla.

Gondán Shipbuilders hefur framleitt fjölda afburða fiskveiðiskipa á undanförnum árum, ekki síst togara, og er nú með tvo háþróaða frystitogara í smíðu fyrir norsk fyrirtæki. Báðir eru þeir meira en 70 metra langir og gerðir eftir hönnun frá Kongsberg Maritime.

Prestfjord AS, einn af stærstu fiskframleiðendum Noregs, hefur áður látið Gondán smíða fyrir sig og er nú snúinn aftur til að fá 77,3 metra langan og 17 metra breiðan togara sem verður afhentur í sumar. þetta skip er hannað til að sigla á heimskautaslóðum og getur veitt og unnið bæði bolfisk og rækju um borð. Hann verður útbúinn nýjustu verksmiðjutækni á vinnsludekki og er með 2.250 rúmmetra lest.

Engenes Fiskeriselskab AS er aftur á móti að láta Gondán smíða fyrir sig í fyrsta sinn. það verður 1400 rúmmetra togari hannaður fyrir botnfiskveiðar í Barentshafi og við Svalbarða.

þetta árið verður Gondán Shipbuilders með í hópi fyrirtækja sem taka þátt í Sjávarútvegssýningunni IceFish.

„Við lítum á Sjávarútvegssýninguna sem frábært tækifæri til að miðla reynslu okkar af skipasmíðum og sýna afrek okkar á kröfuhörðustu fiskveiðimörkuðum. Sérstaklega eru það skuttogarar sem krefjast afar sérhæfðrar getu og sérfræðikunnáttu af skipasmíðastöðum,” sagði Luis Mourelle, sölustjóri hjá Gondán Shipbuilders.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á íslandi: Birgir þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Processing. Please wait.
Loading...