Recent News
Fullnýting hráefnisins
Húsnæðið við Reykjavíkurhöfn losnaði þegar Hampiðjan flutti sig um set fyrir nokkrum árum frá Reykjavíkurhöfn og inn í Sundahöfn þar sem fyrirtækið hefur byggt nýtt sérhæft húsnæði fyrir höfuðstöðvar sínar. Á nýja staðnum er betri hafnaraðstaða fyrir stærri skip en í gömlu höfninni.
Upphaflega var Íslenskir sjávarklasinn smár í sniðum en hugsjón Ížórs Sigfússonar var sú að skapa vinnurými undir einu þaki fyrir sjávarútvegstengd fyrirtæki. Íslenska sjávarklasanum hefur síðan vaxið fiskur um hrygg og hefur nú lagt undir sig allt húsnæði netaverkstæðisins. Ížar iðar allt af skapandi starfi og nýjum hugmyndum og færri komast að en vilja.
Ížór Sigfússon segir að nánd fyrirtækja sem séu að vinna í skyldri starfsemi skipti hér öllu máli. Fólk deili hugmyndum og ræði þær sín í milli, þannig að oft fæðist ný verkefni í óformlegu samtali á göngunum eða við kaffivélina.
Ížema Íslenska sjávarklasans er sjávarútvegur í víðasta skilningi, en þótt þróun og vinnsla sjávarafurða sé ofarlega á blaði eru fyrirtækin af margvíslegum toga, allt frá hleraframleiðslu og skipaverkfræðistofum til sprotafyrirtækja á sviði snyrtivara, lyfjaframleiðslu og klæðagerðar sem nota hráefni sem að öðrum kosti myndi verða fleygt.
„͉g er þess fullviss að það er aðeins spurning um tíma hvenær útvegurinn hættir að fleygja verðmætum og fleiri fara að fullnýta hráefnið," segir Ížór Sigfússon. žEftir því sem fleiri fyrirtæki snúa sér að framleiðslu á hliðarafurðum og sá markaður þróast frekar mun verðið fyrir þessar vörur halda áfram að hækka. Ížað hvetur sjávarútvegsfyrirtæki til þess að leitast við að ná auknum verðmætum út úr aukahráefninu."