keyboard_arrow_left
See all news
Recent News
01 Sep, 2014
keyboard_arrow_left
See all news
Eimskip kostar bönd
það er íslensku sjávarútvegssýningunni fagnaðarefni að tilkynna að Eimskip kostar bönd í öll auðkenni gesta í ár. Eimskip hefur nú starfað í eina öld en fyrirtækið var stofnað þann 17. janúar 1914 og er því elsta flutningafyrirtæki Íslands.
Eimskip annast flutningaþjónustu til og frá íslandi og býður heildstæðar flutningalausnir um heim allan.
Starfsemin var í upphafi bundin við eina skrifstofu i Reykjavík en nú rekur Eimskip skrifstofur í 19 löndum um heim allan, auk þess að hafa fjölda umboðsmanna á mörgum öðrum mikilvægum stöðum.
Fyrirtækið flytur þurrkaðar, ferskar og frosnar afurðir frá íslandi og býður aðstoð fyrir flutninga, hafnarþjónustu, flutninga á sjó og í lofti, aðstoð við tollafgreiðslu, landflutninga og geymsluaðstöðu.
þér er velkomið að heimsækja Eimskip í sýningarbási C52 til þess að óska fyrirtækinu til hamingju með afmælið eða afla þér nánari upplýsinga um það.