en
keyboard_arrow_left See all news

Recent News

18 Nov, 2021 /
Icefish
Looking into aquaculture’s crystal ball
It’s a big ask to request a prediction of the future, but in the Blue Economy discussi...
17 Nov, 2021 /
Icefish
Capelin boom
Capelin is booming in Iceland, but marketing and climate change remain challenges.
17 Nov, 2021 /
Icefish
No such thing as fish waste – everything has a use
Part of IceFish Connect, the Fish Waste for Profit Product Utilisation session brought t...
17 Nov, 2021 /
Grimsby Fish Market
Grimsby Fish Market Launches Buying App
Grimsby Fish Market is embracing digital technologies with the introduction of a new Buy...
16 Nov, 2021 /
Icefish
Tub manufacturer faces challenges and opportunities
Sæplast has been producing a range of tubs, boxes and other products in Dalvík and was...
20 Jan, 2020
keyboard_arrow_left See all news

10 þúsund tonn árlega til Grimsby

Djúpstæð tengsl eru milli íslands og Humbersvæðisins á Englandi. Fiskmarkaðurinn í Grimsby tekur í fimmta sinn þátt í IceFish á þessu ári, en sambandið nær mun lengra aftur í tímann.
þetta verður í fimmta skiptið sem við komum undir merkjum Fiskmarkaðarins í Grimsby, en áður tókum við þátt með bæjarráðinu og í samstarfi við Hull,” segir Martyn Boyers, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins í Grimsby.

„Við höfum verið á öllum IceFish-sýningunum frá því á tíunda áratug síðustu aldar, með ólíkum formerkjum, og við lítum á það sem tækifæri til að hitta fólk og byggja upp sambönd á íslandi,” sagði hann, og bætti því við að þetta sé eina sjávarútvegssýningin sem þeir taka þátt í núna.

Á þessu ári tekur Fiskmarkaðurinn í Grimsby þátt í IceFish ásamt sveitarstjórn Norðaustur-Lincolnshire, sem hefur stutt markaðinn og lengi verið í tengslum við íslenska útflytjendur. Svæðið hefur þannig verið mikilvæg viðkomustöð fyrir ferskan fisk frá íslandi inn á breska markaðinn.

„Við tökum við 15 þúsund tonnum af fiski árlega og 77% af því kemur frá íslandi – þannig að þetta eru meira en 10 þúsund tonn af fiski frá íslandi sem fer á uppboð,” sagði Martin Boyers.

„Síðasta sýningin var mjög vel heppnuð, og þessi verður það líka. þær eru ekki haldnar nema á þriggja ára fresti þannig að alltaf gefst tími til að fylgjast með þróuninni og sjá eitthvað nýtt ásamt því að endurnýja gömul kynni og hitta nýtt fólk. þannig að þessi viðburður er alltaf mikilvægur og ferskur. Fiskmarkaðurinn í Grimsby notar einnig vinnslukerfi frá Marel, og það gefur okkur einnig tækifæri til þess að hitta þá aftur og sjá það sem er nýjasta nýtt hjá þeim.”

„Við framleiðum eftir forsögn þeirra og spörum þeim tíma og kostnað með því að senda þeim vöruna ýmist innanlands eða beint til viðskipavina erlendis."

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á íslandi: Birgir þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Processing. Please wait.
Loading...